Selma Björnsdóttir verður gestakennari

29.08 2016

Við erum svo heppin að fá Selmu Björnsdóttur til liðs við okkur á haustönn. 

Selma kennir  nemendum í Einsöngvaranáminu framkomu - leiklist

Selma hefur gríðalega mikla reynslu sem söngkona og leikkona.
Selma leikstýrði Vesalingunum, Oliver!, Kardemommubænum og Karíusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. Hún var jafnframt aðstoðarleikstjóri í Með fulla vasa af grjóti.
Hún leikstýrði Gosa í Borgarleikhúsinu og Grease í Loftkastalanum.
Hún var meðleikstjóri og kóreógraf í The Heart of Robin Hood hjá Royal Shakespeare Company.
Selma hefur einnig unnið við fjölda sýninga sem danshöfundur og aðstoðarleikstjóri og unnið talsvert við sjónvarp og talsetningu. Hún hefur jafnframt starfað við kennslu í söng, danslist og leiklist.
Selma stundaði nám í leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School vorið 2010.

 

Lesa meira

Einsöngvaranám

Þessi námskeið eru sniðin fyrir þá sem einfaldlega vilja styrkja tal röddina. Margir nota röddina sem vinnutæki eins og kennarar, leikarar, stjórnmálamenn og blaðamenn.

Lesa meira

Söngur og framkoma

Aldur 10-12 ára 13-15 ára 16-20 ára 20 ára og eldri Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að læra að þekkja röddina sína og hvernig á að beita henni. Öndun, líkamsbeiting, raddæfingar og hvað maður þarf að gera til að hita sig upp. Kennsla er í Reykjavík og Hafnarfirði

Lesa

Tímaflipp !! Nýtt á haustönn

Tímaflipp !! Allir nemendur koma saman og fá tækifæri til að syngja lögin sem þeir eru að æfa í tímum. Þetta er ætlað sem vettvangur fyrir nemendur að kynnast á milli hópa, æfa sig í að syngja fyrir aðra og að syngja saman í hóp. Markmiðið er fyrst og fremst að hafa gaman og skemmta sér.

Lesa

Raddskóli Margrétar Eir

Kennsla í söng og raddþjálfun.  

Skráning á meiriskoli@meiriskoli.is.

Að læra á röddina er að læra að þekkja sjálfan sig

Lesa meira

Facebook